Erlent

Skotið á menn nærri Nørrebro-stöðinni

Danskir lögreglumenn á vaktinni. Úr myndasafni.
Danskir lögreglumenn á vaktinni. Úr myndasafni. MYND/AP

Skotið var á tvo menn sem sátu í bíl nærri brautarstöðinni í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

Annar mannanna fékk skot í handlegginn en hinn í bakið og var á tímabili í lífshættu þar til hann hafði gengist undir aðgerð í nótt. Lögreglan segir að skotið hafi verið á bílinn aftan frá og séu skotmennirnir ófundnir. Mennirnir sem í bílnum voru óku sjálfir á sjúkrahús þar sem þeir fengu hjálp. Orsök árásarinnar er óljós enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×