Innlent

Fjármálaráðherra Færeyja einnig í heimsókn

Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja.
Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja.

Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, kom í dag til landsins og muna á morgun þriðjudag hitta og funda með Árna Mathiesen, fjármálaráðherra.

Fyrr í kvöld var greint frá því að Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, kom í dag í opinbera heimsókn til landsins í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra.

Fyrirhugað er að ganga frá almennu samkomulagi um skilamál í gjaldeyrisláni sem Færeyingar ætla að veita Íslendingum. Færeyingar ætla að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna að jafnvirði 6,1 milljarða króna vegna yfirstandi efnahagsþrenginga.

Í framhaldinu verður niðurstaðan lögð fyrir lögþing Færeyja, sem mun gefa Landsstjórninni endanlega heimild til að veita Íslandi lánið.

Í för með fjármálaráðherra Færeyja eru Sigurd Poulsen, landsbankastjóri og Petur Alberg Lamhauge, ráðuneytistjóri í fjármálaráðinu.






Tengdar fréttir

Utanríkisráðherra Færeyja heimsækir Ísland

Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, kemur ásamt eiginkonu sinni til Íslands í dag í opinbera heimsókn í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×