Segir innflytjendur og Netið mestu ógnir Bretlands 17. nóvember 2008 08:36 Fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands segir innflytjendur og Netið helstu ógnirnar sem að landinu steðji. John Reid var ómyrkur í máli þegar hann lýsti því yfir í viðtali við breska blaðið Telegraph að heimurinn væri orðinn mun hreyfanlegri nú en hann var áður og menn yrðu að átta sig á alvöru þess að nú mætti finna á Netinu uppskrift að stökkbreyttu inflúensuveirunni sem olli spænsku veikinni árið 1918 en hún varð 24 milljónum að bana. Reid segir heiminn gjörbreyttan síðan kalda stríðið var í algleymingi. Þá hafi landamæri verið óyfirstíganleg, trúarlegum og öðrum öfgahópum hafi verið haldið í skefjum, ferðalög verið erfið og Netið ekki til. Nú sé öldin önnur og hættan á hryðjuverkum hafi stóraukist samhliða auknum straumi innflytjenda og notkun hryðjuverkasamtaka á Netinu sem samskiptamiðli. Ríkisstjórnir heimsins hafa að mati Reids ekki tök á að fylgjast með nýjum ógnum og hann segir stjórnmálamenn allt of oft þurfa að taka ákvarðanir undir gífurlegum þrýstingi netverja og nýrra fjölmiðla sem starfi allan sólarhringinn. Þau samfélög sem ekki nái að mynda sterkara mótstöðuafl gegn þessum nýju straumum standi illa að vígi gagnvart árásum. Þar sé Bretland síst undantekningin. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands segir innflytjendur og Netið helstu ógnirnar sem að landinu steðji. John Reid var ómyrkur í máli þegar hann lýsti því yfir í viðtali við breska blaðið Telegraph að heimurinn væri orðinn mun hreyfanlegri nú en hann var áður og menn yrðu að átta sig á alvöru þess að nú mætti finna á Netinu uppskrift að stökkbreyttu inflúensuveirunni sem olli spænsku veikinni árið 1918 en hún varð 24 milljónum að bana. Reid segir heiminn gjörbreyttan síðan kalda stríðið var í algleymingi. Þá hafi landamæri verið óyfirstíganleg, trúarlegum og öðrum öfgahópum hafi verið haldið í skefjum, ferðalög verið erfið og Netið ekki til. Nú sé öldin önnur og hættan á hryðjuverkum hafi stóraukist samhliða auknum straumi innflytjenda og notkun hryðjuverkasamtaka á Netinu sem samskiptamiðli. Ríkisstjórnir heimsins hafa að mati Reids ekki tök á að fylgjast með nýjum ógnum og hann segir stjórnmálamenn allt of oft þurfa að taka ákvarðanir undir gífurlegum þrýstingi netverja og nýrra fjölmiðla sem starfi allan sólarhringinn. Þau samfélög sem ekki nái að mynda sterkara mótstöðuafl gegn þessum nýju straumum standi illa að vígi gagnvart árásum. Þar sé Bretland síst undantekningin.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila