Erlent

Einn af æðstu yfirmönnum ETA handtekinn

ETA-samtökin hafa margsinnis lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðum á Spáni.
ETA-samtökin hafa margsinnis lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðum á Spáni. MYND/AP

Einn af æðstu mönnum aðskilnaðarsamtakanna ETA á Spáni var handtekinn í nótt í suðurhluta Frakklands. Frá þessu greindi franska innanríkisráðuneytið í morgun.

Garikoitz Aspiazu Rubina náðist í Pýreneafjöllunum en hann er sagður yfirmaður hins vopnaða arms samtakanna sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Baska. Rubina er grunaður um að hafa myrt tvo lögreglumenn á Spáni í fyrra og þá er hann sagður hafa ráðið mestu um það að samtökin ákváðu í fyrra að halda áfram blóðugri baráttu sinni í stað þess að reyna að semja við spænsk stjórnvöld.

Alls er talið að um 820 manns hafi fallið í fjögurra áratuga baráttu ETA fyrir sjálfstæðu ríki Baska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×