Lífið

Burt með tölvuna ef unglingur hefur ekki stjórn

ellyarmanns skrifar
Hugo Þórisson sálfræðingur.
Hugo Þórisson sálfræðingur.

„Í fyrsta lagi ráðlegg ég íslenskum foreldrum að byrja snemma á að kenna börnum sínum að það gildi reglur um skjátímanotkun," segir Hugo Þórisson sálfræðingur þegar Vísir hefur samband við hann til að ræða tölvunotkun barna og unglinga og vandamálin sem kunna að fylgja henni.

„Foreldrar þurfa að skilja og vera meðvitaðir um að láta ekki duttlunga og stundarþægindi gera það að "leyfa" börnunum að vera smástund í tölvu eða horfa á DVD, sem oftast verður lengri en hugsað var í upphafi."

Hvað ráðleggur þú foreldrum sem vilja minnka tölvunotkun og sjónvarpsáhorf barnanna?

„Setja reglur sem farið er eftir í nær öllum tilfellum. Þannig kenna foreldrar börnum að umgangast skjáefni af skilningi og ábyrgð."

„Ég ráðlegg einnig að börn og unglingar fái ekki skjá inn í herbergið fyrr en í fyrsta lagi að foreldrarnir eru 120% vissir um að þeir geti stjórnað notkuninni."

Er mikið um að Íslendingar leiti til þín út af vandamálum sem fylgja tölvunotkun inn á heimilum?

„Það er þó nokkuð vegna tölvunotkunar ungra drengja. Oftast er um það að ræða að ástandið er farið versnandi, lítil þátttaka í heimilislífinu, áhugaleysi um sjálfan sig, slakað á í námi og slök ástundun í skóla."

„Þegar ástandið er orðið þannig að unglingarnir ná ekki að hafa stjórn á

tölvunotkun sinni er eitt og bara eitt að gera. Það er að taka tölvuna burt

úr lífi þeirra, punktur," svarar Hugo aðspurður hvað er til ráða þegar ástandið er orðið óviðráðanlegt.

„Ekki bara í viku eða mánuð heldur í burtu. Þau ráða ekki við að stjórna sér og notkuninni og þá á ekki að vera að láta þau takast á við það."

„Ég hef hitt nokkra svona hugrakka foreldra og reynsla þeirra nær allra er að eftir ákveðinn tíma losna börnin þeirra "úr álögum" og verða virkari þátttakendur í lífinu í kringum þau en þau voru fyrr meðan tölvan eða sjónvarpsglápið freistaði þeirra og stal tíma frá því sem við teljum mikilvægt, mannlegum samskiptum, auglit til auglitis."

Heimasíða Hugo.

Hér má sjá Hugo ræða uppeldismál í kvennaþættinum Mér finnst á ÍNN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.