Burt með tölvuna ef unglingur hefur ekki stjórn ellyarmanns skrifar 28. maí 2008 08:20 Hugo Þórisson sálfræðingur. „Í fyrsta lagi ráðlegg ég íslenskum foreldrum að byrja snemma á að kenna börnum sínum að það gildi reglur um skjátímanotkun," segir Hugo Þórisson sálfræðingur þegar Vísir hefur samband við hann til að ræða tölvunotkun barna og unglinga og vandamálin sem kunna að fylgja henni. „Foreldrar þurfa að skilja og vera meðvitaðir um að láta ekki duttlunga og stundarþægindi gera það að "leyfa" börnunum að vera smástund í tölvu eða horfa á DVD, sem oftast verður lengri en hugsað var í upphafi." Hvað ráðleggur þú foreldrum sem vilja minnka tölvunotkun og sjónvarpsáhorf barnanna? „Setja reglur sem farið er eftir í nær öllum tilfellum. Þannig kenna foreldrar börnum að umgangast skjáefni af skilningi og ábyrgð." „Ég ráðlegg einnig að börn og unglingar fái ekki skjá inn í herbergið fyrr en í fyrsta lagi að foreldrarnir eru 120% vissir um að þeir geti stjórnað notkuninni." Er mikið um að Íslendingar leiti til þín út af vandamálum sem fylgja tölvunotkun inn á heimilum? „Það er þó nokkuð vegna tölvunotkunar ungra drengja. Oftast er um það að ræða að ástandið er farið versnandi, lítil þátttaka í heimilislífinu, áhugaleysi um sjálfan sig, slakað á í námi og slök ástundun í skóla." „Þegar ástandið er orðið þannig að unglingarnir ná ekki að hafa stjórn á tölvunotkun sinni er eitt og bara eitt að gera. Það er að taka tölvuna burt úr lífi þeirra, punktur," svarar Hugo aðspurður hvað er til ráða þegar ástandið er orðið óviðráðanlegt. „Ekki bara í viku eða mánuð heldur í burtu. Þau ráða ekki við að stjórna sér og notkuninni og þá á ekki að vera að láta þau takast á við það." „Ég hef hitt nokkra svona hugrakka foreldra og reynsla þeirra nær allra er að eftir ákveðinn tíma losna börnin þeirra "úr álögum" og verða virkari þátttakendur í lífinu í kringum þau en þau voru fyrr meðan tölvan eða sjónvarpsglápið freistaði þeirra og stal tíma frá því sem við teljum mikilvægt, mannlegum samskiptum, auglit til auglitis." Heimasíða Hugo. Hér má sjá Hugo ræða uppeldismál í kvennaþættinum Mér finnst á ÍNN. Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Í fyrsta lagi ráðlegg ég íslenskum foreldrum að byrja snemma á að kenna börnum sínum að það gildi reglur um skjátímanotkun," segir Hugo Þórisson sálfræðingur þegar Vísir hefur samband við hann til að ræða tölvunotkun barna og unglinga og vandamálin sem kunna að fylgja henni. „Foreldrar þurfa að skilja og vera meðvitaðir um að láta ekki duttlunga og stundarþægindi gera það að "leyfa" börnunum að vera smástund í tölvu eða horfa á DVD, sem oftast verður lengri en hugsað var í upphafi." Hvað ráðleggur þú foreldrum sem vilja minnka tölvunotkun og sjónvarpsáhorf barnanna? „Setja reglur sem farið er eftir í nær öllum tilfellum. Þannig kenna foreldrar börnum að umgangast skjáefni af skilningi og ábyrgð." „Ég ráðlegg einnig að börn og unglingar fái ekki skjá inn í herbergið fyrr en í fyrsta lagi að foreldrarnir eru 120% vissir um að þeir geti stjórnað notkuninni." Er mikið um að Íslendingar leiti til þín út af vandamálum sem fylgja tölvunotkun inn á heimilum? „Það er þó nokkuð vegna tölvunotkunar ungra drengja. Oftast er um það að ræða að ástandið er farið versnandi, lítil þátttaka í heimilislífinu, áhugaleysi um sjálfan sig, slakað á í námi og slök ástundun í skóla." „Þegar ástandið er orðið þannig að unglingarnir ná ekki að hafa stjórn á tölvunotkun sinni er eitt og bara eitt að gera. Það er að taka tölvuna burt úr lífi þeirra, punktur," svarar Hugo aðspurður hvað er til ráða þegar ástandið er orðið óviðráðanlegt. „Ekki bara í viku eða mánuð heldur í burtu. Þau ráða ekki við að stjórna sér og notkuninni og þá á ekki að vera að láta þau takast á við það." „Ég hef hitt nokkra svona hugrakka foreldra og reynsla þeirra nær allra er að eftir ákveðinn tíma losna börnin þeirra "úr álögum" og verða virkari þátttakendur í lífinu í kringum þau en þau voru fyrr meðan tölvan eða sjónvarpsglápið freistaði þeirra og stal tíma frá því sem við teljum mikilvægt, mannlegum samskiptum, auglit til auglitis." Heimasíða Hugo. Hér má sjá Hugo ræða uppeldismál í kvennaþættinum Mér finnst á ÍNN.
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira