Innlent

Eldur í þvotti við Möðrufell

Slökkviliðið sendi fjölmennt lið á vettvang vegna tilkynningar um reyk í fjölbýlishúsi við Möðrufell í Reykjavík í gærkvöldi.

Þegar að var komið var reykur í stigagangi en einhver virðist hafa slökkt eldinn áður en liðið kom. Tómt slökkvitæki fannst við þvottavél í sameign en greinilega hafði kviknað í þvottavélinni. Ekki er vitað um eldsupptök né hver slökkti. Slökkviliðsmenn reykræstu stigaganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×