Innlent

Dæmdur fyrir að kveikja í jakka annars manns

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kveikt í jakka annars manns að aftanverðu.

Atvikið átti sér stað á Kringlukránni í fyrra þar sem mennirnir voru á jólahlaðborði með vinnufélögum sínum. Sá sem í jakkanum var sagðist hafa staðið nærri borði þar sem hinn ákærði sat. Hann hefði skyndilega tekið eftir því að bakhliðin á jakka hans var logandi og kveikt hefði verið í frá miðjum botni jakkans. Hefði eldurinn náð um það bil 20 sentímetra upp. Honum tókst að snarast úr jakkanum og slökkva eldinn. Hinn ákærði viðurkenndi brot sitt fyrir dómi og segir í niðurstöðu dómsins að um sérstaklega hættulega líkamsárás hafi verið að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×