Innlent

Kristín nýr sendiherra

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra og skrifstofustjóri nýrrar yfirstjórnar utanríkisráðuneytisins.
Kristín A. Árnadóttir, sendiherra og skrifstofustjóri nýrrar yfirstjórnar utanríkisráðuneytisins.

Skipulag utanríkisráðuneytisins hefur verið endurskoðað. Breytingarnar tengjast ákvörðun um niðurskurð í utanríkis- og varnarmálum sem tilkynnt var um í dag.

Skrifstofur ráðherra og ráðuneytisstjóra hafa verið sameinaðar í því skyni að styrkja yfirstjórn ráðuneytisins.

Kristín A. Árnadóttir hefur verið skipuð sendiherra og falið að stýra hinni nýju skrifstofu yfirstjórnar. ,,Við erum öll sammála um það sé vel valið. Kristín er öflugur stjórnandi og kraftmikil," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á blaðamannafundi fyrr í dag.

Kristín er skipuð sendiherra af því að í utanríkisþjónustunni eru yfirmenn með titilinn sendiherra, að sögn Ingibjargar. ,,Ég tel að það skipti máli fyrir hana til þess að geta tekist á við þau verkefni hér í ráðuneytinu og hún sé þá jafnsett þeim sem hún þarf að hafa boðvald yfir."

Kristín var verkefnastjóri vegna framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en kosningarnar fóru fram 17. október. Áður starfaði hún hjá Reykjavíkurborg sem aðstoðarmaður borgarstjóra, sviðsstjóri og seinast sem skrifstofustjóri borgarstjóra.

Á blaðamannafundinum var tilkynnt að tveir sendiherrar láta af embættum um næstu áramót og aðrir fjórir árið 2009.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.