Innlent

Bilun hjá Nova

Bilun hefur komið upp í farsímakerfi Nova sem lýsir sér þannig að ekki er hægt að hringja hefðbundin símtöl, en myndsímtöl og sms smáskilaboð virka.

„Unnið er að því að koma kerfinu í lag eins fljótt og auðið er og eru viðskiptavinir fyrirtækisins beðnir velvirðingar á þeim gríðarlegu óþægindum sem þetta kann að valda," segir í tilkynningu frá Nova.

Önnur tilkynning verður send út frá félaginu um leið og komist hefur verið fyrir bilunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×