Innlent

Áttundu mótmælin í dag

Áttunda laugardaginn í röð er boðað til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Mótmælendum hefur fjölgað frá því skipulögð mótmæli hófust fyrir átta vikum en síðastliðinn laugardag er talið að á bilinu sex til sjö þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli. Mótmælendurnir vilja að seðlabankastjórn víki og að boðað verði til þingkosninga. Aðstandendur mótmælanna segja fundinn í dag einnig hafa það markmið að sameina þjóðina og skapa með henni samstöðu og samkennd. Ræðumenn á Austurvelli í dag verða þrír líkt og áður. En það eru Kristín Tómasdottir frístundaráðgjafi, Stéfán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur sem flytja þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×