Innlent

Þrettán þúsund atvinnulausir í janúar

Þrettán þúsund manns verða atvinnulausir í janúar að mati Vinnumálastofnunar. Félagsmálaráðherra boðar aðgerðir gegn atvinnuleysi.

Jóhanna greindi frá þessu á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Í ræðu sinni þar hvatti hún fyrirtæki til að draga úr uppsögnum en lækka þess í stað starfshlutfall hjá fólki. Til að fylgja því eftir kynnti hún ákvörðun um að skerðing atvinnuleysisbóta vegna hlutastarfs verður felld niður til að koma til móts við þá sem gert hefur verið að lækka starfshlutfall sitt. Jóhanna talaði einnig um réttindi þeirra sem vilja hefja nám eftir að hafa misst vinnuna.

Jóhann villl að mótaðar verði skýrar og sveignlegri reglur til að sækja nám.

Á ársfundinum kom fram að búist er við því að allt að 13.000 manns verði án atvinnu í janúar. Það jafngildir 6-7% atvinnuleysi. Þá kom fram að nú skrá um 50-70 sig atvinnulausa daglega.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×