Erlent

Hundruðir innbrota í Danmörku á aðfangadagskvöld

Hin árlega jólaplága í Danmörku, innbrot á aðfangadagskvöld, lét sig ekki vanta í ár fremur en fyrri ár. Hundruðir innbrota voru fram um allt landið.

Fram kemur í fréttum í dönskum fjölmiðlum að þessi árlega bylgja af innbrotum sé tilkomin vegna þess að glæpamennirnir vita sem er að um helmingur íbúða í landinu standa auð þar sem fólk er í heimsókn hjá vinum og vandamönnum.

Mestur hluti innbrotanna var framinn á Kaupmannahafnarsvæðinu en fjöldinn var mikill annarsstaðar í landinu. Þannig má nefna að lögreglan á Austur-Jótlandi tilkynnti um 50 innbrot, á Fjóni voru þau 30 talsins og á Norður-Sjálandi um 25 talsins.

Samkvæmt upplýsingum frá öryggisgæslufyrirtækjum má áætla að um 1.000 heimili í Danmörku fái óboðna gesti í heimsókn þessi jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×