Lífið

Eurovisionkynnir brjálaður yfir niðurstöðum keppninnar

Terry Wogan er fúll.
Terry Wogan er fúll. MYND/Getty
Breski Eurovisionkynnirinn Terry Wogan er hreint alls ekki hress með niðurstöðu keppninnar þetta árið. Í viðtali skömmu eftir að ljóst var að hinn fáklæddi Dima Bilan hefði unnið sagði Wogan, sem hefur lýst keppninni frá árinu 1973, að hann þyrfti að velta því fyrir sér af mikilli alvöru hvort hann vildi taka þátt að ári. Hið sama ættu Vestur-evrópskar þjóðir að gera, því möguleikar þeirra á sigri í keppninni færu þverrandi.

Bretland hefur einungis lent einu sinni í tíu efstu sætunum síðasta áratug, en fjórum sinnum á sama tímabili skrapað botninn og lent neðar en tuttugasta sæti. „Það verður að segjast að þetta er ekki tónlistakeppni lengur," sagði Wogan, sem gramdist sérstaklega fjöldi grínatriða í keppninni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.