Enski boltinn

Keane fer hvergi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Keane, til hægri, fagnar marki með Liverpool.
Robbie Keane, til hægri, fagnar marki með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er harðneitað að Robbie Keane sé á leið frá félaginu.

Keane var keyptur frá Tottenham í sumar fyrir 20,3 milljónir punda en hann hefur ekki þótt standa undir væntingum hjá Liverpool. Því hefur orðrómur verið á kreiki um að hann sé á leið frá félaginu þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Mark Lawrenson, fyrrum leikmaður Liverpool og fjölmiðlamaður, blés svo nýju lífi í þetta mál í gær þegar hann sagði að hann teldi að Keane væri á leið frá Liverpool.

„Ég hitti Gerrard á laugardagskvöldið og við ræddum stöðu Keane. Báðir eru þeir með sama umboðsmann sem telur að eitthvað muni gerast með Keane í janúar. Hann gæti því verið á leið eitthvað annað," sagði Lawrenson í útvarpsviðtali.

„Ummæli Mark Lawrenson er hans túlkun á einkasamtali þeirra tveggja," sagði í yfirlýsingu Liverpool. „Ummælin endurspegla ekki viðhorf Steven gagnvart Robbie Keane og eru ekki í samræmi við það sem Steven man eftir að hafa rætt um við hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×