Lífið

Cameron Diaz endurnýtir afganga Jennifer Aniston

Hann er nú nokkuð álitlegur drengurinn.
Hann er nú nokkuð álitlegur drengurinn.
Leikkonan Cameron Diaz hefur greinilega ekkert á móti því að endurnýta afganga vinkvenna sinna. Á sunnudagskvöldið sást til hennar á stefnumóti með fyrirsætunni Paul Sculfor, sem átti í örsambandi við Jennifer Aniston á síðasta ári.

Heimildamaður People tímaritsins segir að parið hafi daðrað stíft, og Cameron hafi hlegið hátt og snjallt að öllum bröndurum fyrirsætunnar. Eftir tveggja tíma kvöldverð hafi þau yfirvegið veitingastaðinn. Þar beið þeirra hinsvegar paparassi, og segir heimildamaðurinn að Cameron hafi forðað Sculfor undan hið snarasta til að forðast að myndir næðust af þeim saman.

Þetta er ekki eini maðurinn sem reynt er að spyrða Cameron við þessa dagana. Aðeins tveimur dögum fyrr sást til leikkonunnar þar sem hún vangadansaði við engan annan en rapparann Sean "Diddy" Combs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.