Innlent

Fíkniefnahandtaka í Hafnarfirði

Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í íbúð í Hafnarfirði í gærmorgun en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Þegar lögregluna bar að garði stóð yfir gleðskapur og var ætluðum fíkniefnum hent út um glugga á húsinu. Innandyra fannst meira af ætluðum fíkniefnum en annar hinna handteknu reyndist jafnframt vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×