Íslendingar vöruðu Breta við fyrir hálfu ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. október 2008 00:01 Gordon Brown liggur undir ámælum fyrir að hafa ekki varað innistæðueigendur við stöðu íslensku bankanna. Íslensk stjórnvöld vöruðu bresk stjórnvöld við aðstæðum í íslenska bankakerfinu fyrir meira en hálfu ári síðan. Bresk stjórnvöld brugðust ekkert við ábendingum Íslendinga. Þetta var fullyrt á breskri sjónvarpsstöð í kvöld. Channel 4 fréttastofan segir að í mars hafi íslensk yfirvöld óskað eftir aðstoð frá Bretum. Breski seðlabankinn, Bank of England, hafi neitað og breska ríkisstjórnin hafi ekkert gert til að aðvara almenning. Channel 4 segir að íslenskir bankar hafi verið tældir af stærri bönkum með ódýru lánsfé og litlu eftirliti í góðærinu. Í mars síðastliðnum, þegar íslenska krónan var í frjálsu falli og traustið á íslenskum bönkum að hrynja hafi Seðlabanki Íslands beðið Bank of England um aðstoð. Eftir að Bank of England hafi fengið mat frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum i apríl hafi bankinn frábeðið sér að flækjast inn í mál íslensku bankanna. Þeir væru einfaldlega of skuldsettir. Ráðlagði Geir að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í apríl Channel 4 segist svo hafa heimildir fyrir því að þegar Geir Haarde forsætisráðherra og Gordon Brown hittust þann 25. apríl í vor hafi Gordon Brown ráðlagt Geir að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þann 2. september hafi Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Jón Sigurðsson stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins svo fundað með Alistair Darling og beðið hann um að gera Icesave að bresku félagi þannig að Bretar tækju ábyrgð á innistæðum í bankanum. Þær viðræður hefðu fjarað út. Þeir sem áttu innistæður í Icesave spyrja sig þess vegna að því hvers vegna Alistair Darling hafi ekki varað innistæðueigendur við, ef hann vissi af því að ekki var allt með felldu. Channel 4 bendir hins vegar á að ríkisstjórnin hafi verið milli steins og sleggju. Ef þeir hefðu varað við stöðu bankanna, þá hefði það getað valdið skelfingu, á meðal almennings, sem hefði stuðlað að hruni bankanna. Hins vegar hefðu þeir sem voru að leggja pening inn á Icesave allan septembermánuð gjarnan viljað vera aðvaraðir. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vöruðu bresk stjórnvöld við aðstæðum í íslenska bankakerfinu fyrir meira en hálfu ári síðan. Bresk stjórnvöld brugðust ekkert við ábendingum Íslendinga. Þetta var fullyrt á breskri sjónvarpsstöð í kvöld. Channel 4 fréttastofan segir að í mars hafi íslensk yfirvöld óskað eftir aðstoð frá Bretum. Breski seðlabankinn, Bank of England, hafi neitað og breska ríkisstjórnin hafi ekkert gert til að aðvara almenning. Channel 4 segir að íslenskir bankar hafi verið tældir af stærri bönkum með ódýru lánsfé og litlu eftirliti í góðærinu. Í mars síðastliðnum, þegar íslenska krónan var í frjálsu falli og traustið á íslenskum bönkum að hrynja hafi Seðlabanki Íslands beðið Bank of England um aðstoð. Eftir að Bank of England hafi fengið mat frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum i apríl hafi bankinn frábeðið sér að flækjast inn í mál íslensku bankanna. Þeir væru einfaldlega of skuldsettir. Ráðlagði Geir að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í apríl Channel 4 segist svo hafa heimildir fyrir því að þegar Geir Haarde forsætisráðherra og Gordon Brown hittust þann 25. apríl í vor hafi Gordon Brown ráðlagt Geir að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þann 2. september hafi Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Jón Sigurðsson stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins svo fundað með Alistair Darling og beðið hann um að gera Icesave að bresku félagi þannig að Bretar tækju ábyrgð á innistæðum í bankanum. Þær viðræður hefðu fjarað út. Þeir sem áttu innistæður í Icesave spyrja sig þess vegna að því hvers vegna Alistair Darling hafi ekki varað innistæðueigendur við, ef hann vissi af því að ekki var allt með felldu. Channel 4 bendir hins vegar á að ríkisstjórnin hafi verið milli steins og sleggju. Ef þeir hefðu varað við stöðu bankanna, þá hefði það getað valdið skelfingu, á meðal almennings, sem hefði stuðlað að hruni bankanna. Hins vegar hefðu þeir sem voru að leggja pening inn á Icesave allan septembermánuð gjarnan viljað vera aðvaraðir.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira