Innlent

Skjárinn hefur safnað 10.800 undirskriftum

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdarstjóri Skjásins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdarstjóri Skjásins.

Starfsmenn Skjásins, sem rekur SkjáEinn, settu af stað undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á menntamálaráðherra og ríkisstjórnina að leiðrétta skakka samkeppnisstöðu og tryggja þar með veru frjálsra fjölmiðla á Íslandi. Undirskriftarsöfnunin hófst í gærkvöldi en síðan þá hafa 10.800 manns skrifað undir.

Líkt og fram hefur komið í fréttum sagði Skjárinn upp öllum starfsmönnum sínum í gær. Starfsmennirnir segja að á ári hverju fái Ríkisútvarpið þriggja milljarða forskot á Skjáinn frá skattgreiðendum og með því fjármagni geti RÚV yfirboðið aðrar sjónvarpsstöðvar við kaup á efni. Einnig undirbjóði RÚV einkareknu stöðvarnar við sölu auglýsinga.

Það er því óhætt að segja að þjóðin hafi tekið vel í þessa undirskriftarsöfnun en einnig hafa um tvö þúsund manns skráð sig í grúppu á Facebook til stuðnings fyrirtækinu.

Undirskriftarsöfnunin fer fram hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×