Innlent

Tíu prósenta launalækkun boðuð hjá Skiptum og dótturfélögum

Brynjólfuir Bjarnason er forstjóri Skipta.
Brynjólfuir Bjarnason er forstjóri Skipta. MYND/Róbert

Skipti, móðurfélag Símans og Mílu, hefur ákveðið að fara sömu leið og mörg önnur félög í efnahagsþrengingunum og óska eftir því við starfsmenn að laun þeirra verði lækkuð um tíu prósent. Tilkynnt var um þetta á starfsmannafundi í dag.

Að sögn Péturs Óskarssonar, talsmanns Skipta, á þetta við um starfsfólk með 350 þúsund krónur eða meira í laun og er reiknað með að launalækkunin taki gildi 1. desember. Pétur segir félögin enn fremur í margháttuðum öðrum aðgerðum í rekstrinum en segir engar uppsagnir á starfsfólki verða um þessi mánaðamót. Starfsmenn Skipta, Símans og Mílu eru um þúsund talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×