Stýrivextir lækkaðir í Írak 31. október 2008 12:38 Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. MYND/AP Margar þjóðir hafa lækkað stýrivexti í vikunni og fleir þjóðir áforma það sama. Þar á meðal eru Írakar sem ætla að gera það innan tíðar og þá um eitt prósentustig niður í fimmtán prósent. Þá verða stýrivextir þar þremur prósentustigum lægri en á Íslandi. Það er ekki hægt að segja að staðan hafi verið gæfuleg í Írak hin allra síðustu ár. Mannskæðar sprengjuárásir nær daglegt brauð og blóðug bræðravíg framin í ættbálkadeilum. Vissulega hefur ofbeldisverkum fækkað síðustu mánuði og og sem dæmi um þróun í átt til frjálsræðis þá hafa margar ungar konur í stærri borgum kastað frá sér hefðbundnum höfuðklæðnaði múslimakvenna án þess að hafa orðið fyrir aðkasti. Nú er því staðan sú að efnahagsmálin, líkt og víðar, vekja jafn miklar áhyggjur og hugsunin um byssumanninn handan við hornið. Íraska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að útgjöld ríkisins yrðu skorin niður um þrettán milljarða dala. Seðlabanki landsins tilkynnti einnig að stýrivextir yrðu lækkaðir um eitt prósentustig niður í fimmtán prósent, þremur prósentustigum lægra en stýrivextir hér á landi. Það væri gert til að styðja við vöxt hagkerfisins og lækka verðbólgu úr þrettán prósentum í tíu á næsta ári. Þetta er það sama og bandaríski seðlabankinn gerði í fyrradag þegar hann lækkaði stýrivexti um hálf prósentustig í eitt prósent til að draga úr áhrifum niðursveiflunnar. Búist er við frekari lækkun á næstunni. Kínverjar og Norðmenn lækkuðu einnig stýrivexti í fyrradag og Japanar í morgun. Því er spáð að seðlabankar Evrópu, Ástralíu og Bretlands geri þetta einnig í næstu viku. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Margar þjóðir hafa lækkað stýrivexti í vikunni og fleir þjóðir áforma það sama. Þar á meðal eru Írakar sem ætla að gera það innan tíðar og þá um eitt prósentustig niður í fimmtán prósent. Þá verða stýrivextir þar þremur prósentustigum lægri en á Íslandi. Það er ekki hægt að segja að staðan hafi verið gæfuleg í Írak hin allra síðustu ár. Mannskæðar sprengjuárásir nær daglegt brauð og blóðug bræðravíg framin í ættbálkadeilum. Vissulega hefur ofbeldisverkum fækkað síðustu mánuði og og sem dæmi um þróun í átt til frjálsræðis þá hafa margar ungar konur í stærri borgum kastað frá sér hefðbundnum höfuðklæðnaði múslimakvenna án þess að hafa orðið fyrir aðkasti. Nú er því staðan sú að efnahagsmálin, líkt og víðar, vekja jafn miklar áhyggjur og hugsunin um byssumanninn handan við hornið. Íraska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að útgjöld ríkisins yrðu skorin niður um þrettán milljarða dala. Seðlabanki landsins tilkynnti einnig að stýrivextir yrðu lækkaðir um eitt prósentustig niður í fimmtán prósent, þremur prósentustigum lægra en stýrivextir hér á landi. Það væri gert til að styðja við vöxt hagkerfisins og lækka verðbólgu úr þrettán prósentum í tíu á næsta ári. Þetta er það sama og bandaríski seðlabankinn gerði í fyrradag þegar hann lækkaði stýrivexti um hálf prósentustig í eitt prósent til að draga úr áhrifum niðursveiflunnar. Búist er við frekari lækkun á næstunni. Kínverjar og Norðmenn lækkuðu einnig stýrivexti í fyrradag og Japanar í morgun. Því er spáð að seðlabankar Evrópu, Ástralíu og Bretlands geri þetta einnig í næstu viku.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira