Innlent

LÍÚ vill aukinn þorskkvóta

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á það við stjórnvöld, að aukið verði við þorskkvótann á þessu fiskveiðiári um 20 þúsund tonn.

Björgólfur Jóhnnsson fráfarandi formaður LÍÚ greindi frá þessu á ársfundi samtakanna í gær. Hann sagði að þegar Hafrannsóknastofnun hafi lagt til 130 þúsund tonna kvóta, hafi það verið mat LÍÚ að ekki væri tekin áhætta með því að aflinn yrði 155 þúsund tonn, meðal annars með hliðsjón af því að hrygningarstofninn fer nú stækkandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×