Innlent

Vill fækka þingmönnum um ríflega helming

Það á að fækka þingmönnum um 33, segir formaður Rafiðnarsambandsins. Hann segir sýndarumræður fara fram á Alþingi þar sem þingmenn koma ekki að því að móta þau mál sem þar eru til umfjöllunar, gildir þá einu hvort þeir eru stjórnarþingmenn eða í stjórnarandstöðu. Með tiltekt á Alþingi mætti spara á fjórða milljarð.

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, segir að í ljósi þess hversu lítil áhrif þingmenn hafa á Alþingi sé borðleggjandi að þeim eigi að fækka. Það séu ráðherrar og handvaldir embættismenn og aðstoðarmenn þeirra sem móta öll mál. Að þeirri vinnu komi þingmenn ekki. Leggi þeir hinsvegar fram frumvarp hafni þau í nefndum sem stjórnarþingmenn stýra. Það séu svo ráðherrar sem ráða hvaða mál komast í umræðu nefnda og þaðan inn á þing.

Guðmundur segir að hægt sé að spara háar fjárhæðir með tiltekt á Alþingi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×