Innlent

Mikil áfengissala vegna væntanlegrar hækkunar

Sala áfengis hjá ÁTVR var mun meiri í gær en á meðal fimmtudegi og er búist við enn meiri áfengissölu í dag.

Þetta er rakið til þess að búist er við allt að 25 prósenta hækkun á áfengi um mánaðamótin og er fólk því að hamstra vín, jafnvel til jólanna. Þegar kreppir að efnahagslega sýnir reynslan að heldur dregur úr áfengisneyslu, en áfengisvandamál vegna ofdrykkju færast hins vegar í aukana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×