Innlent

Sóknarfæri í kreppunni

Norðlenska er einn stærsti kjötframleiðandi landsins og veltir árlega milljörðum. Nú er sláturtíð lokið og gekk vel að breyta um 77.000 lömbum í matvæli. Fallþungi dilka er rúm 16 kíló og hefur aldrei verið hærri.

Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, á von á góðri sölu næstu mánuði og þá ekki síst fyrir jólin. Han hristir hausinn yfir neysluflottræfislshætti þjóðarinnar síðustu ár, þar sem innflutt matvæli voru á mörgum heimilum ráðandi yfir hátíðirnar. Bjórkjöt af nautum, kengúrur, krókódílar, og kornhænur svo nokkuð sé nefnt.

Sigmundur segist sjá sóknarfæri í kreppunni enda liggi nú fyrir að augu íslensks almennings á mikilvægi íslensks landbúnaðar séu að opnast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×