Innlent

Eldsneytið lækkar víða

Atlantsolía lækkaði verð á bensínlítranum um fjórar krónur í morgun og verð á dísilolíu um tvær krónur. Verð á bensínlítranum er þá komið niður í rúmar 155 krónur, úr rúmum 176 krónum, eins og það var í upphafi mánaðarins. Það er lækkun um 21 krónu á lítra. Bensínorkan hefur einnig lækkað á sínum stöðvum.

Bensínorkan hefur einnig lækkað um 4 kr. líterinn og dísel um 2 kr. líterinn. Almennt verð á bensíni er nú 153,10 krónur og á dísel 174,80. Lægsta eldsneytisverð á Orkustöðvunum er nú á Dalvegi í Kópavogi og Kænunni í Hafnarfirði. Þar er verðið á bensíni 149,10 og á dísel 170,80.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×