Innlent

Sjötíu þúsund undirskriftir við þjóðarávarp

Sjötíu þúsund manns hafa nú skráð nafn sitt við þjóðarávarp til Breta á síðunnni Indefence.is. Í ávarpinu er notkun breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka í Bretlandi er mótmælt, og sjónarmið Íslendinga útskýrt.

Átakinu var hleypt af stokkunum á miðvikudaginn fyrir tæpri viku, og hefur vakið töluverða athygli út fyrir landssteinana. Markmiðið aðstandenda þess er að afhenda breskum stjórnvöldum yfirlýsinguna og undirskriftirnar í viðurvist fjölmiðla.

Aðstandendur síðunnar færðu á dögunum út kvíarnar, og hófu að bjóða upp á þjóðarávarpið á átta tungumálum. Þá hefur verið opnuð símamiðstöð í Aðalstræti 6 þar sem fólki er boðið að hringja ókeypis í vini og ættingja erlendis til að vekja athygli á málstað íslensku þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×