Innlent

Áfengi hækkar um 5,25 prósent að meðaltali

Áfengi hækkar að meðaltali um 5,25 prósent um mánaðamótin samkvæmt tilkynningu sem ÁTVR hefur sent frá sér.

Þar kemur einnig fram að verð breytist á rúmlega helmingi þess áfengis sem er í boði í Vínbúðunum. Gengisbreytingar undanfarið hafa ekki eins mikil áhrif til hækkunar á útsöluverði áfengis og margir hafa búist við segir í tilkynningunni. Ástæðan er sú að áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki. Þá er álagningarprósenta ÁTVR óbreytt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×