Erlent

Danir biðja um mildan vetur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Danir biðja nú veðurguðina um framhald á því milda veðurfari sem ríkt hefur seinustu ár.

Þetta tengist þó ekki eingöngu áhuga á útivist og almennri náttúrudýrkun heldur líka þeirri staðreynd að langflest dönsk sveitarfélög hafa sparað með því að skera niður saltburð og snjómokstur í fjárhagsáætlunum sínum.

Nú hefur verið frost í Danmörku og vegir hafa verið saltaðir. Óttast fjármálastjórarnir því að stefni í harðan vetur, en undanfarin ár hafa snjóplógar og saltbílar staðið í geymslum nánast allan veturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×