Innlent

Stelsjúkur lögguhrotti í þriggja ára fangelsi

33 ára gamall karlmaður, Már Ívar Henrysson var dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Már er m.a dæmdur fyrir brot gegn valdsstjórninni með því að hafa ýmist sparkað, bitið eða hrækt framan í lögregluþjóna þegar hann hefur verið handtekinn. Einnig var hann dæmdur fyrir þjófnaði, tilraun til fjársvika, eignaspjöll, nytjastuld og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Már var einnig sviptur ökuleyfi í fimm ár.

Már var í nokkur skipti stöðvaður þar sem hann ók bifreið sviptur ökuréttindum og í nokkur skipti undir áhrifum fíkniefna. Orkuveita Reykjavíkur fór einnig fram á skaðabætur vegna rafmagnsmæla sem voru á heimili Más, en hann sparkaði í rafmagnskassa með þeim afleiðingum að mælarnir skemmdust.

Einnig sveik Már út vörur hjá N1 auk þess sem hann stal júmbósamloku og drykkjarjógúrti í verslun 11-11 við Laugaveg. Einnig stal hann myndbandsupptökuvél í verslun Ormsson sem og Armani rakspíra úr verslunum Hagkaupa.

Már var einnig á ferðinni með heimildarlaust kreditkort söngkonunnar Ragnheiðar Gröndal Á stöðinni í Hafnarfirði, þar sem hann reyndi að svíkja út vörur. Árvökull starfsmaður verslunarinnar tók hinsvegar af honum kortið eftir að hafa séð mynd af söngkonunni.

Í dómunum er einnig minnst á fjölda annarra þjófnaðabrota sem og árásir hans á lögreglumenn sem hafa handtekið hann.

Már hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 6.ágúst og kemur það til frádráttar frá dómnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×