Innlent

Kenna fólki að flytja til Norðurlanda

Margir renna hýru auga til Kaupmannahafnar þegar þrengir að á Íslandi.
Margir renna hýru auga til Kaupmannahafnar þegar þrengir að á Íslandi.
Norræna félagið býður á næstunni upp á tvö námskeið sem ætluð eru fólki sem hyggur á að flytjast til Norðurlandanna. Á námskeiðunum verður farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga við flutning. Í tilkynningu frá félaginu segir að fjallað verði um skráningu, atvinnnu og húsnæði, auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja um það sem þeim brennur á hjarta. Þá verður þjónusta „Halló Norðurlanda" og heimasíða þeirra kynnt.

Þriðjudaginn 4. nóvember klukkan 19.30 verður fjallað um flutning til Noregs og Svíþjóðar. Hálfum mánuði síðar, þriðjudaginn 18. nóvember verður svo fjallað um flutning til Danmerkur.

Námskeiðin eru ókeypis og öllum opin og henta þeim sem hyggja á atvinnu í þessum löndum, halda þangað til náms eða annarra erindagjörða.. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin en nánari upplýsingar um skráningu fást hjá Ölmu Sigurðardóttur á skrifstofu Norræna félagsins og á www.norden.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×