Innlent

Mánaðamótin þau verstu sem ég hef séð í starfi

Mánaðamótin framundan verða þau verstu sem ég hef séð í starfi, segir formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju. Hann gagnýnir ríkisvaldið fyrir frestun Vaðlaheiðarganga og segir að sú ákvörðun sé eitt rothöggið fyrir atvinnulíf á Norðurlandi.

Kristján Möller samgönguráðherra hefur upplýst að vegna tafa við útboðsvinnu og breyttrar stöðu í efnahagsmálum verði ekkert af auglýstu útboði Vaðlaheiðarganga í haust eins og til stóð. Þá kom fram í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að undirbúningur álvers á Bakka við Húsavík sé sömuleiðis í óvissu vegna fjármálakreppunnar. Búist er við tíðindum af því máli nú um mánaðamótin.

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, stærsta stéttarfélags utan höfuðborgarsvæðisins gagnrýnir ríkið fyrir að fresta Vaðlaheiðargöngum og segir þetta afleit tíðindi. Hann segir að niðurskurður stórverkefna kunni að þýða stóraukið atvinnuleysi og segist óttast blóðug mánaðamót hvað varðar uppsagnir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×