Enski boltinn

Robinho ekki með um jólin?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho í leik með Manchester City.
Robinho í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Svo gæti farið að Robinho geti ekki spilað með liði Manchester City um hátíðarnar vegna meiðsla.

Robinho þurfti að fara af velli í hálfleik er City tapaði 3-1 fyrir Racing Santander á útivelli í gærkvöldi.

Hann var tæpur vegna ökklameiðsla fyrir leikinn og nú er óttast að þau hafi tekið sig upp.

Manchester City mætir West Brom á sunnudaginn og er talið afar hæpið að Robinho verði orðinn klár í slaginn þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×