Lífið

Campbell dæmd til samfélagsþjónustu

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var í dag dæmd til að sinna 200 tíma samfélagsþjónustu eftir að hún lýsti sig seka af ákæru um að hafa ráðist á tvo lögreglumenn í apríl.

Campbell viðurkenndi að hafa sparkað í og hrækt á lögreglumennina um borð í vél British Airways fyrir utan flustöð fimm á Heathrow. Henni var vísað frá borði. Henni var einnig gert að greiða 2300 pund í sekt, og greiða lögreglumönnunum 200 pund hvorum og flugstjóra vélarinnar 150 pund.

Ástæða bræðiskastsins var að töskur fyrirsætunnar höfðu ekki skilað sér í vélina, en mikil vandræði voru með farangursbelti flugstöðvarinnar nýju eftir að hún var tekin í gagnið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.