Þjálfari Íra öskureiður: Þvílíkt virðingarleysi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 22:26 Noel King, þjálfari Íra. Mynd/Daníel Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt." Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt."
Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira