Þjálfari Íra öskureiður: Þvílíkt virðingarleysi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2008 22:26 Noel King, þjálfari Íra. Mynd/Daníel Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt." Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Noel King, þjálfari Írlands, sagði að kvennaknattspyrnu og leikmönnum hafi verið sýnd mikil vanvirðing með því að láta leik Íslands og Írlands fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland vann leikinn, 3-0. Leikið var við afar erfiðar aðstæður. Völlurinn var gaddfreðinn og stóðu leikmenn varla í fætur. „Ef um karlaleik hefði verið að ræða hefði hann ekki farið fram," sagði King í samtali við Vísi eftir leikinn. Blaðamaður hóf að spyrja King um hvað honum hefði fundist um leikinn. „Hvaða leik? Á hvaða leik horfðir þú? Knattspyrnuleik? Ég sá engan knattspyrnuleik hér í kvöld." King sagði að bæði hann og forráðamenn írska landsliðsins hefðu lýst yfir áhyggjum sínum fyrir leikinn. „Við vorum algerlega hunsaðir og okkur bara sagt að bíða og sjá til. En eftir 3-4 mínútur mátti öllum vera ljóst að þetta væri ekki knattspyrnuleikur. Það er mikil synd að leikurinn hafi farið fram." „Ég óska þó Íslandi til hamingju og óska liðinu alls hins besta á EM. Ísland var vissulega betra liðið hér í þeirri íþrótt sem var leikin hér í kvöld - en ekki var það knattspyrna." Ísland mætti Írum ytra um síðustu helgi og gerðu liðin þá 1-1 jafntefli. „Við spiluðum knattspyrnu í Dublin um helgina og var það allt önnur íþrótt. Ég tel að það sem var gert hér í kvöld sé mikil vanvirðing við konur." King átti þó ekki von á því að írska knattspyrnusambandið myndi grípa til aðgerða í kjölfarið. „Nei, ég held ekki. Við þekkjum reglurnar og vitum að sem lítil þjóð í knattspyrnuheiminum að það verður ekki tillit tekið til okkar. Við erum vön þessu." „Hefðum við mótmælt og neitað að spila leikinn þá hefðum við hvort eð er tapað honum 3-0. Það var ekkert tillit tekið til öryggi leikmanna hér í kvöld. Svona er þetta bara í Knattspyrnusambandi Evrópu." „En ég óska Íslandi til hamingju. Ég er þó viss um að ef við hefðum unnið í kvöld væri þjálfari Íslands að segja það nákvæmlega sama og ég segi núna." KSÍ sendi inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að færa leikinn í Kórinn og spila hann innandyra. King hefði ekki fallist á það. „Nei. Þetta er knattspyrna, ekki innanhússknattspyrna. Það eina sem við vildum fá í kvöld var að fá að spila á almennilegum velli. Það er allt og sumt."
Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira