Fótbolti

Eggert Gunnþór: Guðjón er góður þjálfari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts í vetur. Hér er hann í baráttu við Barry Ferguson, fyrirliða Rangers.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts í vetur. Hér er hann í baráttu við Barry Ferguson, fyrirliða Rangers. Nordic Photos / Getty Images

Eggert Gunnþór Jónsson kannaðist ekkert við áhuga Hearts á Guðjóni Þórðarson er Vísir hafði samband við hann.

„Ég hef aldrei unnið með Guðjóni en árangur hans talar sínu máli. Hann er góður þjálfari," sagði Eggert. „En hvort hann yrði stjóri eða ekki skiptir mig svo sem ekki öllu máli."

Guðjón hefur lengi verið orðaður við stjórastöðuna hjá Hearts en í Dailly Record í morgun var fullyrt að hann myndi formlega taka við starfinu á morgun. Bæði Guðjón og fulltrúar Hearts hafa neitað þessu í samtali við Vísi í morgun.

Hearts hefur verið án fastráðins knattspyrnustjóra í nokkra mánuði en Stephen Frail stýrði liðinu síðari hluta tímabilsins. „Hann stóð sig nokkuð vel og gerði þetta ágætlega. En það er ekki vilji fyrir hendi að halda honum. Það var reynt að fá stjórann frá Motherwell fyrir stuttu en hann neitaði á síðustu stundu."

„Ég hef annars ekki fylgst mikið með þessum málum nú þar sem ég er í fríi. En því fyrr því betra og ef það verður búið að ráða stjóra þegar undirbúningstímabilið hefst verð ég sáttur," sagði Eggert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×