Innlent

Flóttafólkið komið til landsins

Ferðalangarnir komnir til Keflavíkur eftir langt og strangt ferðalag.
Ferðalangarnir komnir til Keflavíkur eftir langt og strangt ferðalag. Mynd/Anton Brink

Palestínsku flóttamennirnir frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak kom til Íslands nú laust fyrir miðnætti. Fólkinu verður ekið rakleiðis til nýrra heimkynna þeirra á Akranesi. Í hópnum eru átta konur og 21 barn.

Mynd/Anton Brink
Í fréttatilkynningu sem að Rauði krossinn sendi frá sér á föstudag segir að íslensk stjórnvöld, Akranesbær og Rauði krossinn sjái um móttöku fjölskyldnanna.Mynd/Anton Brink
Fólkið muni taka þátt í sérstöku tólf mánaða aðlögunarverkefni sem feli meðal annars í sér að Akranesbær útvegi því húsnæði, félagslega ráðgjöf, íslenskunám og samfélagsfræðslu. Börnin fái sérstakan stuðning í skólum og móðurmálskennslu.Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.