Lífið

Líkkisturnar eru sérsmíðaðar

Sturla Jónsson lét sérsmíða likkisturnar ellefu.
Sturla Jónsson lét sérsmíða likkisturnar ellefu.

„Við létum smið smíða þessar kistur fyrir okkur," segir Sturla Jónsson mótmælandi sem ásamt félögum sínum mætir niður á Austurvöll með ellefu líkkistur í hádeginu.

Hugmyndin var að láta smíða eina kistu fyrir hvern ráðherra og mætti því halda að Sturla væri að misreikna sig enda ráðherrarnir tólf talsins.

„Við ákváðum að sleppa Jóhönnu enda hefur hún verið að vinna fyrir fólkið, bæði öryrkja og gamalmennin. Við sjáum ekki ástæðu til þess að vera með kistu fyrir hennar ráðuneyti og ætlum við að skilja eftir blóm handa henni niður í þingi," segir Sturla en mótmælin eru fyrst og fremst táknræn að sögn Sturlu.

Kisturnar ellefu komnar inn í bíl og tilbúnar fyrir athöfnina í hádeginu.

En hvað ætar hann síðan að gera við kisturnar?

„Það verður örugglega hægt að selja þetta. Við eigum öll eftir að drepast einhverntíma, við bara vitum ekki hvenær," segir Sturla sem vonar að sem flestir láti sjá sig við Austurvöll í hádeginu.

„Veðrið er okkur allavega hliðhollt og það er vonandi að fólk sjái sér fært að mæta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.