Erlent

Obama án rafmagns

Obama á brimbretti við Hawai nýverið.
Obama á brimbretti við Hawai nýverið. MYND/AFP

Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna og fjölskylda hans voru án rafmagns í tólf klukkustundir í sumarhúsi sínu á eynni Oahu í Hawai eyjaklasanum í gær, eftir að eldingu laust niður í spennistöð.

Fjölskyldan var þó ekki ein um að kúldrast við kertaljós, því hundruð þúsund annarra voru einnig án rafmagns. Sumarhúss forsetans verðandi er vandlega gætt af öryggisvörðum leyniþjónustunnar og var ekki gripið til neinna sjáanlegra viðbótarráðstafana vegna rafmagnsleysisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×