Innlent

Þorgerður Katrín: Stýrivaxtahækkun Seðlabankans óheppileg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti í 18%, vera afar óheppilega. Hún segir tímabært að skoða alvarlega inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evrunnar.

,,Mér finnst þetta ekki heppilegt," segir Þorgerður aðspurð um stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem ákvað í morgun að hækka stýrivexti úr 12% í 18%.

Þorgerður segir vextina ofboðslega íþyngjandi og óttast að fyrirtæki muni eiga í erfiðleikum á næstunni.

Þá telur Þorgerður ekki að boða eigi til kosninga á næstunni. Ekki sé gott að senda þau skilaboð út fyrir landsteinanna í miðri fjármálakreppunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×