Lífið

Flottasta nyrsta tónleikahátíð heims

Hoodangers.
Hoodangers.

Forsala er hafin á AIM Festival sem er nú haldið í þriðja sinn á Akureyri. AIM er alhliða tónlistarhátíð sem býður upp á breitt úrval tónlistar; popp, rokk, djass, pönk, blús og klassík. Í fyrra komu 90 tónlistarmenn frá 14 þjóðlöndum á hátíðina og í ár verður ekki minna til sparað þegar Akureyri mun iða af músík í fimm daga samfleytt frá 12. til 16. júní. „Sérstaka okkar er sú að við erum með allar tónlistarstefnur, allt frá klassík yfir í pönk. Við erum líklegast flottasta nyrsta tónlistarhátíð í heimi," segir hina kampakáta Guðrún Þórs, framkvæmdastýra AIM hátíðarinnar.

Dagskráin er glæsileg í ár og fjölbreytnin eins og áður í fyrirrúmi en á opnunarkvöldinu mun Park Projekt ásamt blúsdrottningunni Hrund Ósk Árnadóttur spila með trompetsnillingnum Sebastian Studnitzky. Meðal stærstu viðburða hátíðarinnar má nefna Ferð án fyrirheits þar sem Jón Ólafsson og Sigurður Bjóla heiðra Stein Steinarr sem hefði orðið 100 ára í ár, Mannakorn verða með stórtónleika, Mugison mætir með gítarinn, Retro Stefson glæða með sínum gleðitónum, Hvanndalsbræður verða að sjálfsögðu með, Víkingur Heiðar flytur valsa og Mótettukórinn kemur með ofurbassa.

Ekki má heldur gleyma áströlsku djasssveitinni Hoodangers sem er á leið á tónleikaferð um Ísland og hefur leikinn á AIM Festival. „Þetta er svolítið svona eins og speed-rokkabillí-djass, sem sagt hraður og glaður djass. Tveir af meðlimum sveitarinnar voru hér í fyrra og heilluðust af bænum," útskýrir Guðrún og tilhlökkunin leynir sér ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.