Lífið

Posh fékk vínekru í afmælisgjöf

Þegar fólk á hrúgur af peningum duga engin gjafakort og blóm í afmælisgjafir, eins og David Beckham manna best. Hann fjárfesti í vínekru fyrir Victoríu sína heittelskuðu í tilefni af 34 ára afmæli hennar á dögunum.

Beckham-hjónin urðu mikið áhugafólk um vín þegar David spilaði á Spáni. Victoria var því í skýjunum yfir vínekrunni, sem er staðsett í Napa dalnum í Kaliforníu, í um klukkutíma fjarlægð frá heimili þeirra í Los Angeles.

Hjónin hyggjast framleiða vín undir nafni Victoriu. Þess er þó eitthvað að bíða að það birtist á hillunum í Heiðrúnu, því vínið verður einungis til notkunar fyrir þau og vini þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.