UJ krefst þess að ríkisstjórnin stefni að inngöngu í ESB 18. október 2008 14:16 Ungir jafnaðarmenn eru ungliðahreyfing Samfylkingarinnar. Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórnin stefni að inngöngu í Evrópusambandið og segja að það sé lykillinn að endurreisn Íslands. Í yfirlýsingu frá þeim vegna ástands efnahagsmála er skorað á alþingismenn og allan almenning að tala fyrir þessum sjónarmiðum. Sérstaklega er skorað á aðrar ungliðahreyfingar að taka þessari áskorun þar sem framtíð Íslands er undir og fólksflótti ungsfólks fyrirsjáanlegur verði ekkert að gert. Ungir jafnarðarmenn segir enn fremur að Ísland glími við tvöfaldan vanda, alþjóðlega lausafjárkreppu og íslenska krónu. „Mikið gengisfall krónunnar hefur sett fyrirtæki og allan almenning í gríðarlegan vanda. Ofan á það bætist að Seðlabankinn var ekki nógu sterkur bakhjarl fyrir íslenska fjármálakerfið. Þessum augljósu vandamálum hefðu allir skynsamir stjórnmálamenn átt að gera sér grein fyrir en á þeim var ekki tekið. Forystumenn stjórnmálaflokka, annara en Samfylkingarinnar, höfðu ekki hugrekki og kjark til þess að mæla fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru," segir í yfirlýsingunni. Útrásarvíkingar axli ábyrgð Þá segja jafnaðarmenn að útrásarvíkingar verði að axla sína ábyrgð í málinu og að endurskoða þurfi allt regluverk fjármálakerfisins til að koma í veg fyrir að þessar hörmungar geti endurtekið sig. „Kerfið á ekki að þjóna auðvaldinu heldur vinna í þágu almennings. Mikilvægt er að kerfið sé gegnsætt og komi í veg fyrir krosseignatengsl og samtryggingarkerfi stjórnmálamanna og auðmanna. Ungt fólk og konur eiga að gegna lykilhlutverki í nýju kerfi," segja ungir jafnaðarmenn. Enn fremur er farið fram á það að gjaldeyrisviðskiptum landsins verði komið í lag og að sértækar aðgerðir séu nauðsynlegar til að stemma stigu við hækkun húsnæðislána. „Þegar til lengri tíma er litið verður að frelsa almenning undan verðtryggingunni og það verður gert með upptöku evru," segir í tilkynningunni. Fjárfesta verði í menntun, rannsóknum og nýsköpun en ekki eigi að misnota umhverfið og fiskistofna til þess að reisa landið við. „Einstaklingar í landinu eiga að hafa tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu hins vestræna heims í kjölfar lausafjárkreppunnar. Við megum ekki einangrast og mikilvægt er að losna við allar viðskiptahindranir bæði inn og út úr landinu. Nauðsynlegt er að eignast trúverðugan gjaldmiðil til að auðvelda fyrirtækjum að koma á viðskiptasamböndum og laða að erlenda fjárfestingu. Þessum markmiðum verður náð með inngöngu í Evrópusambandið," segja ungir jafnaðarmenn enn fremur. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríkisstjórnin stefni að inngöngu í Evrópusambandið og segja að það sé lykillinn að endurreisn Íslands. Í yfirlýsingu frá þeim vegna ástands efnahagsmála er skorað á alþingismenn og allan almenning að tala fyrir þessum sjónarmiðum. Sérstaklega er skorað á aðrar ungliðahreyfingar að taka þessari áskorun þar sem framtíð Íslands er undir og fólksflótti ungsfólks fyrirsjáanlegur verði ekkert að gert. Ungir jafnarðarmenn segir enn fremur að Ísland glími við tvöfaldan vanda, alþjóðlega lausafjárkreppu og íslenska krónu. „Mikið gengisfall krónunnar hefur sett fyrirtæki og allan almenning í gríðarlegan vanda. Ofan á það bætist að Seðlabankinn var ekki nógu sterkur bakhjarl fyrir íslenska fjármálakerfið. Þessum augljósu vandamálum hefðu allir skynsamir stjórnmálamenn átt að gera sér grein fyrir en á þeim var ekki tekið. Forystumenn stjórnmálaflokka, annara en Samfylkingarinnar, höfðu ekki hugrekki og kjark til þess að mæla fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru," segir í yfirlýsingunni. Útrásarvíkingar axli ábyrgð Þá segja jafnaðarmenn að útrásarvíkingar verði að axla sína ábyrgð í málinu og að endurskoða þurfi allt regluverk fjármálakerfisins til að koma í veg fyrir að þessar hörmungar geti endurtekið sig. „Kerfið á ekki að þjóna auðvaldinu heldur vinna í þágu almennings. Mikilvægt er að kerfið sé gegnsætt og komi í veg fyrir krosseignatengsl og samtryggingarkerfi stjórnmálamanna og auðmanna. Ungt fólk og konur eiga að gegna lykilhlutverki í nýju kerfi," segja ungir jafnaðarmenn. Enn fremur er farið fram á það að gjaldeyrisviðskiptum landsins verði komið í lag og að sértækar aðgerðir séu nauðsynlegar til að stemma stigu við hækkun húsnæðislána. „Þegar til lengri tíma er litið verður að frelsa almenning undan verðtryggingunni og það verður gert með upptöku evru," segir í tilkynningunni. Fjárfesta verði í menntun, rannsóknum og nýsköpun en ekki eigi að misnota umhverfið og fiskistofna til þess að reisa landið við. „Einstaklingar í landinu eiga að hafa tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu hins vestræna heims í kjölfar lausafjárkreppunnar. Við megum ekki einangrast og mikilvægt er að losna við allar viðskiptahindranir bæði inn og út úr landinu. Nauðsynlegt er að eignast trúverðugan gjaldmiðil til að auðvelda fyrirtækjum að koma á viðskiptasamböndum og laða að erlenda fjárfestingu. Þessum markmiðum verður náð með inngöngu í Evrópusambandið," segja ungir jafnaðarmenn enn fremur.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira