Innlent

Ungir jafnaðarmenn á Akureyri vilja flutningsjöfnun

Salka, félag Ungra Jafnaðarmanna á Akureyri vill fá flutningsjöfnun setta á strax. Í ályktun frá félaginu segir að það sé mikið hagsmunamál fyrir framleiðslufyrirtæki á Akureyri að flutningsjöfnun verði sett á.

„Framleiðslufyrirtæki eru að borga háar fjárhæðir til að flytja vinnslu sína á stærsta markaðssvæði landsins og vegna þess efnahagsástands sem er í dag þá hefur aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir afurðum þessara fyrirtækja. Mikill fjöldi Akureyringa og nærsveitunga vinnur hjá þessum fyrirtækjum og er því kappsmál að rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja verði bætt til þess að tryggja lífsviðurværi fjölskyldna starfsmanna þessara fyrirtækja og um leið sveitarfélagsins í heild," segir einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×