Innlent

Samkomulag ljósmæðra hefur áhrif á kjaradeilu lækna

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Málamiðlunartillaga ríkissáttasemjara sem ljósmæður samþykktu fyrir stundu hefur bein áhrif á kjaradeilu lækna og samninganefndar ríkissins en næsti fundur í viðræðunum hefst eftir nokkrar mínútur.

Í lok júlí felldu félagsmenn í Læknafélagi Íslands kjarasamning við ríkið en mikil óánægja var með samninginn meðal ungra lækna.

Aðspurður hvort samkomulag ljósmæðra hafi áhrif á kjaradeilu lækna segir Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélagsins og formaður samninganefndarinnar: ,,Það fyrsta sem við sjáum er að sá launaflokkur sem ljósmæður sem eru að hefja störf eftir nám raðast langflestar í gefur hærri laun en fyrsti flokkur gefur lækni sem er búinn að ljúka sex ára háskólanámi og einu kandídatsári. Þannig að samkomulag ljósmæðra hefur vissulega áhrif á okkar viðræður."

Gunnar segist vera afskaplega ánægður fyrir hönd ljósmæðra og kveðst jafnframt vera bjartsýnn fyrir fundinn. Það sama hljóti að ganga yfir allar heilbrigðisstéttir.




Tengdar fréttir

Læknar boða verkfallsaðgerðir í haust

Félagsfundur Læknafélags Íslands samþykkti í gærkvöld að hafna tilboði samninganefndar ríkisins um rúmlega 20 þúsund króna launahækkun með nýjum samningi og var samninganefnd félagsins falið að undirbúa verkallsaðgerðir í haust ef ekki verður breyting á viðhorfi ríkisins.

Stjórn LÍ ræðir stöðu samningamála

Stjórn Læknafélags Íslands kemur saman til fundar síðar í dag til þess að ræða þá stöðu sem uppi er eftir að læknar felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið.

,,Samningurinn verður kolfelldur"

,,Mín tilfinning er sú að samningurinn verður kolfelldur," segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður félags Ungra lækna, um rúmlega nýlegan kjarasaming Læknafélags Íslands við fjármálaráðuneytið. ,,Það kæmi mér á óvart ef læknar samþykja þessa óáran yfir sig."

Ekki smart tími fyrir launahækkun forstjóra LSH

Formaður Læknafélags Íslands segir það ekki góða tímasetningu að laun forstjóra Landspítalans skuli vera hækkuð um fjórðung á sama tíma og læknar og ljósmæður standi í erfiðum samningaviðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×