Valur tapaði í Árbænum og FH gerði jafntefli 4-4 Elvar Geir Magnússon skrifar 19. maí 2008 19:15 Öllum fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeildinni er lokið. Íslandsmeistarar Vals töpuðu sínum öðrum leik þegar Fylkismenn tóku sín fyrstu stig og þá gerðu Þróttur og FH 4-4 jafntefli í svakalegum leik. Keflavík og Fjölnir eru með fullt hús á toppi deildarinnar eftir sigra á HK og Grindavík sem eru stigalaus. Hægt var að fylgjast með á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. HK - Keflavík 1-2 Fylkir - Valur 2-0 Þróttur - FH 4-4 Grindavík - Fjölnir 0-1 Þróttarar tóku á móti FH á Valbjarnarvelli en Hjörtur Hjartarson kom Þrótti yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir sendingu frá Rafni Andra Haraldssyni. Tryggvi Guðmundsson jafnaði úr vítaspyrnu á 9. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Davíð Þór Viðarsson á 19. mínútu. Þróttarar lögðu þó ekki árar í bát og hinn danski Dennys Danry jafnaði á 26. mínútu leiksins með glæsimarki. FH endurheimti forystuna á 58. mínútu þegar Jónas Grani Garðarsson skoraði. Aftur lagði Tryggvi upp. Þórður Steinar Hreiðarsson jafnaði á 70. mínútu. Arnar Gunnlaugsson skoraði með marki úr vítaspyrnu undir lokin og margir FH-ingar farnir að fagna sigri. Eftir stórkostlega aukaspyrnu Dennis Danry potaði Eysteinn Lárusson fyrirliði Þróttar boltanum yfir línuna þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Úrslitin 4-4. Halldór Hilmisson kom Fylki yfir gegn Íslandsmeisturum Vals á 31. mínútu eftir sendingu frá Vali Fannari Gíslasyni. Peter Gravesen bætti öðru marki við fyrir Fylki á 71. mínútu úr vítaspyrnu og úrslitin 2-0 fyrir heimamenn. Á Kópavogsvelli komst HK yfir gegn Keflavík snemma í seinni hálfleik. Markið skoraði Mitja Brulc. Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði fyrir Keflavík á 80. mínútu og skömmu síðar kom Patrik Redo gestunum yfir og gestirnir tóku því öll stigin. Ólafur Páll Snorrason kom Fjölni yfir í nýliðaslagnum gegn Grindavík á 34. mínútu leiksins en hann skoraði beint úr hornspyrnu. Grindvíkingar komust nálægt því að jafna en fleiri urðu mörkin ekki og Fjölnir vann 1-0 sigur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Öllum fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeildinni er lokið. Íslandsmeistarar Vals töpuðu sínum öðrum leik þegar Fylkismenn tóku sín fyrstu stig og þá gerðu Þróttur og FH 4-4 jafntefli í svakalegum leik. Keflavík og Fjölnir eru með fullt hús á toppi deildarinnar eftir sigra á HK og Grindavík sem eru stigalaus. Hægt var að fylgjast með á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. HK - Keflavík 1-2 Fylkir - Valur 2-0 Þróttur - FH 4-4 Grindavík - Fjölnir 0-1 Þróttarar tóku á móti FH á Valbjarnarvelli en Hjörtur Hjartarson kom Þrótti yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir sendingu frá Rafni Andra Haraldssyni. Tryggvi Guðmundsson jafnaði úr vítaspyrnu á 9. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Davíð Þór Viðarsson á 19. mínútu. Þróttarar lögðu þó ekki árar í bát og hinn danski Dennys Danry jafnaði á 26. mínútu leiksins með glæsimarki. FH endurheimti forystuna á 58. mínútu þegar Jónas Grani Garðarsson skoraði. Aftur lagði Tryggvi upp. Þórður Steinar Hreiðarsson jafnaði á 70. mínútu. Arnar Gunnlaugsson skoraði með marki úr vítaspyrnu undir lokin og margir FH-ingar farnir að fagna sigri. Eftir stórkostlega aukaspyrnu Dennis Danry potaði Eysteinn Lárusson fyrirliði Þróttar boltanum yfir línuna þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Úrslitin 4-4. Halldór Hilmisson kom Fylki yfir gegn Íslandsmeisturum Vals á 31. mínútu eftir sendingu frá Vali Fannari Gíslasyni. Peter Gravesen bætti öðru marki við fyrir Fylki á 71. mínútu úr vítaspyrnu og úrslitin 2-0 fyrir heimamenn. Á Kópavogsvelli komst HK yfir gegn Keflavík snemma í seinni hálfleik. Markið skoraði Mitja Brulc. Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði fyrir Keflavík á 80. mínútu og skömmu síðar kom Patrik Redo gestunum yfir og gestirnir tóku því öll stigin. Ólafur Páll Snorrason kom Fjölni yfir í nýliðaslagnum gegn Grindavík á 34. mínútu leiksins en hann skoraði beint úr hornspyrnu. Grindvíkingar komust nálægt því að jafna en fleiri urðu mörkin ekki og Fjölnir vann 1-0 sigur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira