Íslenski boltinn

Pálmi Rafn: Óafsakanlegt

Smári Jökull Jónsson skrifar
Pálmi Rafn í leik gegn Grindavík.
Pálmi Rafn í leik gegn Grindavík. Mynd/Daníel

Fylkir vann óvæntan 2-0 sigur á Val í Landsbankadeildinni í kvöld. Fyrir umferðina voru Fylkismenn án stiga en Íslandsmeistarar Vals hafa tapað tveimur af þremur leikjum sínum.

„Þetta var fínn sigur hjá okkur í kvöld. Ég er sáttur við spilamennskuna, við börðumst vel og spiluðum boltanum ágætlega á milli okkar," sagði Halldór Hilmisson, leikmaður Fylkis, en hann skoraði fyrra markið í kvöld.

„Það var mjög gott að berjast svona vel og ná að rífa okkur upp eftir slaka byrjun í mótinu. Það voru gerðar dálitlar breytingar í undirbúningnum fyrir leikinn sem gengu eftir. Það er innanbúðarmál, ekkert sem ég ætla að kjafta frá," sagði Halldór.

Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Vals, var ekki eins hress. „Það var margt sem fór úrskeiðis, við skoruðum ekki mark og fengum á okkur tvö og við vorum bara lélegir í þessum leik. Það var vantaði alla baráttu og vilja til þess að vinna þennan leik," sagði Pálmi.

„Þetta er óafsakanlegt. Það er alltaf áfall að tapa leik, við viljum ekki tapa neinum leik en það er nóg eftir og þetta er ekkert búið og ekkert stress hjá okkur," sagði Pálmi Rafn eftir leikinn, rétt áður en Willum Þór Þórsson kallaði hann inn í klefa í væntanlegan reiðilestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×