Íslenski boltinn

Örebro ætlar ekki að kaupa Prince

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Prince Rajcomar í leik með Breiðabliki.
Prince Rajcomar í leik með Breiðabliki. Mynd/Vilhelm

Í dag var greint frá því á heimasíðu sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro að félagið ætlaði ekki að fá Prince Rajcomar, leikmann Breiðabliks.

Prince æfði nýverið með Örebro og tók þátt í æfingaleik. „Við erum ánægðir með þann leikmannahóp sem við erum með og það ríkir engin örvænting hjá okkur hvað varðar leikmannakaup," sagði Lennart Sjögren, yfirmaður íþróttamála hjá Örebro.

Prince Rajcomar er samningsbundinn Breiðabliki út næsta ár en hann kom til félagsins fyrir tímabilið í fyrra. Hann kom við sögu í átján deildarleikjum með Blikum í sumar og skoraði í þeim sjö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×