Umboðsmaður spænska miðjumannsins Xabi Alonso segir að Juventus hafi sett sig í samband við Liverpool vegna áhuga á leikmanninum. Hann segir að frekari viðræður séu áætlaðar.
Talið er að Liverpool sé reiðubúið að selja Alonso en það veltur mikið á því hvort liðinu takist að krækja í Gareth Barry frá Aston Villa. Sjálfur hefur Alonso hingað til sagst vilja vera áfram hjá Liverpool.