Enski boltinn

Búinn að ná munnlegu samkomulagi við City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mark Hughes gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United. Hvað gerir hann sem stjóri Manchester City?
Mark Hughes gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United. Hvað gerir hann sem stjóri Manchester City?

Nokkrir enskir fjölmiðlar greina frá því að Mark Hughes hafi náð munnlegu samkomulagi við Manchester City um að taka við knattspyrnustjórn liðsins.

Líklega verður gengið frá ráðningu hans í dag og þriggja ára samningur undirritaður. Það eina sem getur komið í veg fyrir að það verði að veruleika er ef Chelsea skerst í leikinn á síðustu stundu eftir að Carlo Ancelotti neitaði þeim.

Hughes hefur náð frábærum árangri með Blackburn þar sem hann hefur haft takmarkað fjármagn til leikmannakaupa. Hjá City mun eigandinn Thaksin Shinawatra hinsvegar færa honum mikið fé til að styrkja liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×