Opnar svefnherbergið á aldarafmælinu Atli Steinn Guðmundsson skrifar 29. maí 2008 13:37 Listamaðurinn í svefnherbergi sínu. MYND/Ólöf Björg Hafnfirðingar fagna 100 ára afmæli bæjar síns með margvíslegum hætti þessa dagana undir heitinu Heimboð í Hafnarfjörð. Liður í afmælishaldinu er þegar hafnfirskir listamenn opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi milli klukkan 18 og 22 í kvöld. Verkin eru að öllum líkindum af margvíslegum toga og vinnustofurnar eins mismunandi og gengur og gerist. Fáir verða þó á jafnpersónulegum nótum og myndlistarkonan Ólöf Björg Björnsdóttir en hún hefur fært listvinnustofu sína inn í hin helgustu vé - sitt eigið svefnherbergi. „Vinnustofan mín var í stofunni en svo fæddist þessi hugmynd," útskýrir Ólöf. „Listagyðjan þurfti bara meira pláss. Rúmið fór þess vegna inn í stofu og svefnherbergið er vinnustofa og aldrei að vita nema það verði að galleríi í fyllingu tímans," segir hún og bætir því við að persónulegt andrúmsloft svefnherbergisins lyfti sköpunargáfu hennar í hæstu hæðir. Dansar með penslana „Ég er mjög einlæg í minni myndlistarvinnu og nota gjarnan blandaða tækni, oft málverk eða ljósmyndir ásamt öðrum hlutum. Svo tala ég við mismunandi skynfæri, t.d. með því að nota lykt, t.d. hreingerningarlykt eða kryddlykt," segir Ólöf enn fremur. Hún segir listsköpun sína vera mjög líkamlega og reyni hún iðulega að skapa ákveðna stemmningu þegar hún málar, t.d. með því að hafa ákveðinn ilm í herberginu, kertaljós eða tónlist „og oft dansa ég þegar ég er að mála. Það verður meiri einlægni í verkunum og sérstaklega ef maður notar svefnherbergið þar sem maður fær oft góðar hugmyndir milli svefns og vöku, mann dreymir þarna og svo framvegis," segir Ólöf. Ólöfu þykir að eigin sögn mjög vænt um Hafnarfjörð þar sem hún hefur lengi búið og margir í hennar fjölskyldu langt aftur í aldir. Hyggst hún því bjóða verk sín til sölu á sýningunni í kvöld á sérstöku verði: „Ég veit af fólki sem er hrifið af verkum mínum og langar að kaupa þau svo þetta er mjög góður tíma til að koma og fá þau á afmælisverði. Svo er aldrei að vita nema ég leyfi fólki að prófa að mála," segir Ólöf að lokum og klykkir út með því að hún framlengi jafnvel sýninguna um einhverja daga verði mæting og stemmning góð í kvöld. Ólöf er búsett að Engjahlíð 5 í Hafnarfirði. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Hafnfirðingar fagna 100 ára afmæli bæjar síns með margvíslegum hætti þessa dagana undir heitinu Heimboð í Hafnarfjörð. Liður í afmælishaldinu er þegar hafnfirskir listamenn opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi milli klukkan 18 og 22 í kvöld. Verkin eru að öllum líkindum af margvíslegum toga og vinnustofurnar eins mismunandi og gengur og gerist. Fáir verða þó á jafnpersónulegum nótum og myndlistarkonan Ólöf Björg Björnsdóttir en hún hefur fært listvinnustofu sína inn í hin helgustu vé - sitt eigið svefnherbergi. „Vinnustofan mín var í stofunni en svo fæddist þessi hugmynd," útskýrir Ólöf. „Listagyðjan þurfti bara meira pláss. Rúmið fór þess vegna inn í stofu og svefnherbergið er vinnustofa og aldrei að vita nema það verði að galleríi í fyllingu tímans," segir hún og bætir því við að persónulegt andrúmsloft svefnherbergisins lyfti sköpunargáfu hennar í hæstu hæðir. Dansar með penslana „Ég er mjög einlæg í minni myndlistarvinnu og nota gjarnan blandaða tækni, oft málverk eða ljósmyndir ásamt öðrum hlutum. Svo tala ég við mismunandi skynfæri, t.d. með því að nota lykt, t.d. hreingerningarlykt eða kryddlykt," segir Ólöf enn fremur. Hún segir listsköpun sína vera mjög líkamlega og reyni hún iðulega að skapa ákveðna stemmningu þegar hún málar, t.d. með því að hafa ákveðinn ilm í herberginu, kertaljós eða tónlist „og oft dansa ég þegar ég er að mála. Það verður meiri einlægni í verkunum og sérstaklega ef maður notar svefnherbergið þar sem maður fær oft góðar hugmyndir milli svefns og vöku, mann dreymir þarna og svo framvegis," segir Ólöf. Ólöfu þykir að eigin sögn mjög vænt um Hafnarfjörð þar sem hún hefur lengi búið og margir í hennar fjölskyldu langt aftur í aldir. Hyggst hún því bjóða verk sín til sölu á sýningunni í kvöld á sérstöku verði: „Ég veit af fólki sem er hrifið af verkum mínum og langar að kaupa þau svo þetta er mjög góður tíma til að koma og fá þau á afmælisverði. Svo er aldrei að vita nema ég leyfi fólki að prófa að mála," segir Ólöf að lokum og klykkir út með því að hún framlengi jafnvel sýninguna um einhverja daga verði mæting og stemmning góð í kvöld. Ólöf er búsett að Engjahlíð 5 í Hafnarfirði.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira